Kaupvangsstræti 19

– Gisting fyrir allt að 6 manns –

 

Bóka núna

Íbúðin

Lýsing:
Íbúðin er á 2.hæð neðst í Kaupvangsstræti (Gilinu) á Akureyri með frábæru útsýni yfir höfnina og „Pollinn“. Á jarðhæð er skógeymsla fyrir skíðaskó. Komið er inn í forstofu, þaðan er farið inn á gang með 2 svefnherbergjum og vel búnu baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara. Eldhúsið og stofan eru samtengd, eldhúsið er með eldavél, örbylgjuofni, uppþvottavél og ísskáp, stofan er með góðum svefnsófa, stóru sjónvarpi með Netflix og útgengi á stórar svalir með útsýni yfir Gilið

Mjög vel búin íbúð sem afhendist uppábúin með handklæðum, íbúðin með þvottavél og þurrkara ásamt háhraða interneti.

Staðsetning
Íbúðin er í hjarta Akureyrar, neðst í Gilinu (1. Hús fyrir ofan KEA hótel), án þess þó að truflun verði af nálægð við mannlífið, fjöldi vinsælla veitingastaða, kaffihúsa og Græni hatturinn einn þekktasti tónleikastaður landsins eru í seilingar fjarlægð. Stuttur göngutúr í menningarhúsið Hof og í slökun í Sundlaug Akureyrar.Auðvelt er að finna bílastæði bæði fyrir ofan húsið og fyrir neðan húsið. Frábær staður til að vera hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust.

Frábærir veitingastaðir og kaffihús allt um kring.
1 mín. göngufæri frá aðalgöngugötu
5 mín. göngufæri frá sundlaug.
9 mín. göngufæri við kjörbúð.
5 mín. göngufæri frá strætóstöð.
5 mín. akstursfjarlægð frá flugvelli.

Eign sem hefur fengið frábærar viðtökur á bókunarsíðum.

Review frá Anne:
We didn’t see Alma, but the communication with her was fantastic. Even more, however, this famous apartment convinced us: its location is awesome and the amenities are flawless. Especially on long winter evenings, it’s fun to snuggle up and cook here or play series. The furnishings including kitchen utensils are generous and the best place in the city is also the opposite if you don’t feel like cooking. The value for money of this apartment was great and the washer-dryer quite impressed us with its steam function.

Myndir

Láttu fara vel um þig og þína í notalegri íbúð staðsett í miðbæ Akureyrar

Afþreying

Í nágrenni við Akureyrar er ýmisleg afþreying í boði fyrir fjölskyldur, pör og einstaklinga. Hér að neðan má sjá brot af þeirri afþreyingu sem er í boði.

Tölvupóstur

gudni@lyklaskipti.is

(+354) 663 5790

Heimilisfang
Sundaborg 7-9