Select Page

Láttu heimilið borga fríið

Við sjáum um þetta!

Þú ferð í frí og lætur okkur sjá um íbúðina þína á meðan. Við finnum fyrir þig gesti, við tökum myndir, markaðssetjum íbúðina, við sjáum um þrif, móttöku á gestum, finnum rétt verð.  Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu því við sjáum um þetta!

Yfirlit yfir þjónustuna

Við komum á staðinn, metum eignina, tökum myndir, metum verð, og setjum upp á viðeigandi vefsíðum á borð við airbnb og booking, síðan fylgjumst við með þróun á markaði og tekjum. Með frábærri reynslu og stýringu stefnum við að því að hámarka ánægju gesta og þar með umsagnir gesta (review) sem aftur skilar sér í aukinni sölu.

Eignir í umsjón

Hellnar – Snæfellsnes

Laufásvegur – Reykjavík

Kaupvangsstræti-Akureyri

Laugavegur – Reykjavík

Hafnarstræti – Akureyri

Sóleyjargata – Reykjavík

Hafnarstræti – Akureyri

Ráðhústorg – Akureyri

Um okkur

Við erum með áralanga reynslu af fasteignamarkaði, hótel rekstri, rekstri fasteignafélaga og lang- og skammtímaleigu.

Áralöng reynsla

  • Rekstri fasteigna

  • Úr ferðaþjónustu

  • Af skammtímaleigu

  • Af fjármálamarkaði

Algengar spurningar

Get ég leigt út íbúðina mína?

Ef þú ert eigandi að íbúðinni eru allar líkur á að hægt sé að fá leyfi til heimagistingar. Við aðstoðum þig við að sækja um leyfi til heimagistingar. Við getum aðstoðað þig við gerð skattframtals.

Afhverju að láta aðra sjá um að leigja út íbúðina mína?

Við erum sérfræðingar í útleigu á skammtímaeignum, með áralanga reynslu í markaðssetningu og uppsetningu eigna á leitarvélum á borð við booking.com, airbnb ofl. Við setjum upp eignina á fleiri en einni síðu.

Hvað ef það verða skemmdir á húsnæðinu?

Mjög óalgengt er að skemmdir verði á húsnæðinu, sumir söluvefir ábyrgjast skemmdir sem verða á íbúðinni en ekki allir. Best er fyrir eigendur húsnæðis að tryggja eignina.

Hversu mikið pappírsvesen er þetta fyrir mig?

Við sjáum um allt sem lýtur að umsýslu á eigninni, við gefum út reikninga til þeirra gesta sem slíkt óska.

Get ég lent í vandræðum með skattinn?

Við hjá Lyklaskiptum sjáum til þess að allt sé rétt gert. Við erum einnig í samstarfi við virta bókhaldsstofu sem getur tekið að sér gerð skattframtala.

Hafðu samband!

7 + 5 =

Tölvupóstur

gudni@lyklaskipti.is

(+354) 663 5790

Heimilisfang
Sundaborg 7-9