Láttu heimilið borga fríið

Við sjáum um þetta!

Þú ferð í frí og lætur okkur sjá um íbúðina þína á meðan. Við finnum fyrir þig gesti, við tökum myndir, markaðssetjum íbúðina, við sjáum um þrif, móttöku á gestum, finnum rétt verð.  Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu því við sjáum um þetta!

Yfirlit yfir þjónustuna

Við komum á staðinn, metum eignina, tökum myndir, metum verð, og setjum upp á viðeigandi vefsíðum á borð við airbnb og booking, síðan fylgjumst við með þróun á markaði og tekjum. Með frábærri reynslu og stýringu stefnum við að því að hámarka ánægju gesta og þar með umsagnir gesta (review) sem aftur skilar sér í aukinni sölu.

Eignir í umsjón

Reykavík
6 gestir

Laugarvegur 83

Nýuppgerð íbúðí miðbæ Reykjavíkur.  íbúðin rúmar allt að 6 gesti. Íbúðin er með ótrúlegt útsýni, fullbúið eldhús, stofu með svefnsófa, ókeypis Wi-Fi og sjónvarp. Rúmföt og handlklæði fylgja. 

2 gestir

Laufásvegur

Kósý og  falleg eign með þremur nýuppgerðum íbúðum sem hentar fyrir par eða einstakling á ferðalagi. Öll nýjustu þægindi fylgja með.Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur í göngufjarlægð.

2 gestir

Sóleyjargata

Eignin er staðsett í hjarta miðbæjar Reykjavíkur, í nálægð allri þjónustu í göngufæri (verslanir & kaffihús. Í eigninni eru 4 fallegar íbúðir og 4 herbergi. Frábær eign á besta stað í Reykjavík.

Akureyri
6 gestir

Kaupvangsstræti 19

Nýuppgerða 2ja svefnherbergja (fjögur rúm) íbúð rúmar allt að 6 gesti. Íbúðin er staðsett í miðbæ Akureyrar með fallegu útsýni, fullbúið eldhús, stofu með svefnsófa, ókeypis Wi-Fi og snjallsjónvarp með Netflix.

8 gestir

Ráðhústorg 1

Björt og falleg íbúð með fallegu útsýni yfir Ráðhústorg Akureyrar.  Öll nýjustu þægindi fylgja með. íbúðin er  með stórri fallegri stofu með útsýni til 2 áttir, hjónaherbergi með svölum og 2 svefnherbergi, samtals 6 rúm.

2 gestir

Ráðhústorg 1 - Studioíbúð

Björt og falleg nýuppgerð 21fm- stúdíóíbúð staðsett í hjarta Akureyrar. Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi,  hjónarúmi (140cm), borðkrók og góðu baðherbergi með sturtu. Öll helstu þægindi fylgja. Frábær staðsetning.

6 gestir

Brekkugata 29

Björt og yndisleg íbúð með frábæru útsýni yfir Akureyri. Hjónaherbergi með king size rúmi sem hægt er að skipta tvö 2 90cm rúm. Annað svefnherbergi er með koju þar sem neðra rúmið er 140cm (fyrir 2) og efra rúmið er 90cm.

2 gestir

Brekkugata 29 - Studioíbúð

Björt og falleg 21fm stúdíóíbúð staðsett í hjarta Akureyrar.  Stúdíóíbúðin er með fullbúnu eldhúsi, nýju hjónarúmi (140cm), borðkrók og góðu baðherbergi með sturtu. Frábær íbúði í nágrenni við helstu þjónustu.

10 gestir

Hafnarstræti 100

Þessi stórkostlega 102 m2  þakíbúð er á 4. og 5. (efstu hæð)staðsett í aðalverslunargötu Akureyrar. Íbúð er með 4 svefnherbergi á 2 hæðum með 8 rúmum og svefnsófa.
2 svalir og gasgrill.

Vesturland

Hellnar

Húsið er 100 m2 á 2 hæðum með gistirými fyrir allt að 8 manns. Það eru 3 svefnherbergi á efri hæð, hvert herbergi með 2 rúmum, ásamt svefnsófa sem staðsettur er í sjónvarpskróknum. Til staðar er fullbúið eldhús (með uppþvottavél) og borðbúnaði ásamt rúmgóðri stofu.
Háhraða internet, uppábúin rúm, handklæði, tuskur og viskustykki eru á staðnum.

Staðsetning:
Húsið er á Hellnum við rætur Snæfellsjökuls, húsin í hverfinu eru gjarnan eru kölluð norsku húsin enda byggð í norskum stíl. Staðsetningin og útsýnið eru óborganleg yfir hafið og Snæfellsjökul.

Um okkur

Við erum með áralanga reynslu af fasteignamarkaði, hótel rekstri, rekstri fasteignafélaga og lang- og skammtímaleigu.

Áralöng reynsla

  • Rekstri fasteigna

  • Úr ferðaþjónustu

  • Af skammtímaleigu

  • Af fjármálamarkaði

Algengar spurningar

Get ég leigt út íbúðina mína?

Ef þú ert eigandi að íbúðinni eru allar líkur á að hægt sé að fá leyfi til heimagistingar. Við aðstoðum þig við að sækja um leyfi til heimagistingar. Við getum aðstoðað þig við gerð skattframtals.

Afhverju að láta aðra sjá um að leigja út íbúðina mína?

Við erum sérfræðingar í útleigu á skammtímaeignum, með áralanga reynslu í markaðssetningu og uppsetningu eigna á leitarvélum á borð við booking.com, airbnb ofl. Við setjum upp eignina á fleiri en einni síðu.

Hvað ef það verða skemmdir á húsnæðinu?

Mjög óalgengt er að skemmdir verði á húsnæðinu, sumir söluvefir ábyrgjast skemmdir sem verða á íbúðinni en ekki allir. Best er fyrir eigendur húsnæðis að tryggja eignina.

Hversu mikið pappírsvesen er þetta fyrir mig?

Við sjáum um allt sem lýtur að umsýslu á eigninni, við gefum út reikninga til þeirra gesta sem slíkt óska.

Get ég lent í vandræðum með skattinn?

Við hjá Lyklaskiptum sjáum til þess að allt sé rétt gert. Við erum einnig í samstarfi við virta bókhaldsstofu sem getur tekið að sér gerð skattframtala.

Hafðu samband!

5 + 7 =

Tölvupóstur

info@lyklaskipti.is

(+354) 663 5790

Heimilisfang
Sundaborg 9