HELLNAR
Upplifðu snæfellsnes á nýjan háttUpplifun undir Snæfellsjökli
Lýsing:
Um er að ræða 2 eins hús.
Hvert hús er 100 m2, á 2 hæðum með gistirými fyrir allt að 8 manns. Það eru 3 svefnherbergi á efri hæð, hvert herbergi með 2 rúmum, ásamt svefnsófa sem staðsettur er í sjónvarpskróknum. Fullbúið eldhús er til staðar (með uppþvottavél) og borðbúnaði ásamt rúmgóðri stofu.
Háhraða internet, uppábúin rúm, handklæði, tuskur og viskustykki eru á staðnum.
Staðsetning:
Húsið er á Hellnum við rætur Snæfellsjökuls, húsin í hverfinu eru gjarnan eru kölluð norsku húsin enda byggð í norskum stíl. Staðsetningin og útsýnið eru óborganleg yfir hafið og Snæfellsjökul.
Dægradvöl:
Hellnar var um aldir ein af stærstu verstöðvum á Snæfellsnesi.
Margar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu, bæði er hægt að fara í stuttar gönguferðir niður í fjöru og fá sér kaffi og fiskisúpu á hinu fræga Fjöruhúsi, hægt er að skoða klettinn Valasnös og labba upp í gegnum hinn fræga helli Baðstofuna.
Við Hellna er ein af frægari gönguleiðum landsins yfir á Arnarstapa, þessi gönguleið er 2,5km og er flestum fær.
Möguleikarnir á skemmtilegum dagleiðum á bíl eru óþrjótandi á svæðinu, hvort sem fólk vill fara uppá jökul í vélsleðaferð, fara á hestaleigur, skoða hella, heimsækja Ólafsvík, Grundarfjörð eða Stykkishólm.
Hellnar
Hellnar er fallegur sjávarbær á Snæfellsnesi. Bærinn er ótrúlega fallegur og lítill. Þrátt fyrir stærðina á bænum eru tvö frábær kaffihús á staðnum og veitingastaður. Þetta er alveg ný upplifun á snæfellsnesi að vera svona nálægt Snæfellsjökli og á þessum frábæra svæði.
Snæfellsnes
Það er einhver sérstakur kraftur á þessu svæði og eru fáir staðir á Íslandi sem hafa að geyma jafnmargar náttúruperlur og snæfellsnes. Jöklar, fjöll, firðir og fossar eru innan við 20 mínútna keyrslu frá Hellnum.
Snæfellsjökull
Snæfellsnes
Kirkjufellsfoss
Snæfellsnes
Búðarkirkja
Snæfellsnes
Tölvupóstur
info@lyklaskipti.is
(+354) 663 5790
Heimilisfang
Sundaborg 9