Laufásvegur

BÓKA

Um eignina

Í gistieigninni við Laufásveg eru þrjár íbúðir sem hafa verið allar nýuppgerðar. Íbúðirnar eru staðsettar í miðbæ Reykjavíkur rétt við Skothúsveg umkringt fallegum húsum og sendiráðum, steinsnar niður að tjörn, stutt í iðandi mannlíf og menningu, fjöldi vinsælla veitingastaða, kaffihúsa eru í seilingar fjarlægð.

5 mín. göngufæri við Lækjartorg
5 mín. göngufæri við Laugaveg
15 mín. göngufæri frá Sundhöll Reykjavíkur
5 mín. göngufæri við kjörbúð (Krónan)
10 mín. göngufæri frá Hörpunni

Íbúð á 1. hæð

Nýuppgerð falleg íbúð á Laufásveginum. Íbúðin er í gömlu húsi sem var allt tekið í gegn fyrir 3 árum á afar smekklegan máta fallegir hlaðnir veggir sem gefur íbúðinni skemmtilegt yfirbragð. Komið er inn í opið rými sem er annarsvegar eldhús með háu barborði til að snæða við, þaðan er innra rými með sófa og sjónvarpi.

Svefnherbergið er með stóru 2földu rúmi og stórum skápum

Baðherbergið er með sturtu.

Þvottavél og þurrkari eru í sameign.

Íbúð á 2. hæð

Glæsilega hönnuð íbúð á miðhæð í mjög fallegu húsi á Laufásveginum í Reykjavík.

Eignin skiptist í forstofu, fallegt vel búið eldhús með uppþvottavél, eldavél og stórum ísskáp, rúmgóð stofa með sjónvarpi og svefnsófa, úr stofunni er útgengi í glæsilegan sólskála þar sem hægt er að snæða mat,

Svefnherbergin eru 2 annað stórt hjónaherbergi með 2földu rúmi og fataskáp hitt minna með útdraganlegu rúmi.

Baðherbergið með sturtu.

Falleg vel hönnuð íbúð.

Íbúð á efstu hæð

Glæsilega hönnuð „penthouse“ íbúð á 2 efstu hæðunum í mjög fallegu húsi á Laufásveginum í Reykjavík.

Eignin skiptist í forstofu og stiga, fallegt vel búið eldhús með uppþvottavél, eldavél og stórum ísskáp, rúmgóð stofa með sjónvarpi og ssófa, úr stofunni er útgengi í glæsilegar svalir.

Stórt hjónaherbergi með 2földu rúmi og fataskáp þar fyrir ofan er svefnloft fyrir allt að 2

Baðherbergið er með sturtu.

Falleg vel hönnuð íbúð.

Tölvupóstur

lyklaskipti@lyklaskipti.is

(+354) 663 5790

Heimilisfang
Sundaborg 7-9, 104 Reykjavík